sunnudagur, 10. febrúar 2008

Undirbúningur 30 ára stúdentsafmælis hafinn

Jæja, þá er undirbúningur að 30 ára stúdentsafmæli okkar hafinn. Nefndin hefur komið saman einu sinni heima hjá Þórunni og étið kökur. Svo mikið þurfti að spjalla að lítill tími gafst til að ræða fyrirkomulag afmælisins, svo við ákváðum bara að hafa þetta eins og síðast. Enda var það æðislegt.

Ákveðið var að Guðrún 6-X myndi sjá um vefsíðu eins og síðast. Gamli vefurinn okkar er enn til og stendur fyrir sínu - sjá hér: http://www.skrin.is/ma78/. Þar er m.a. að finna myndir, skemmtisögur, söngtexta og ræður síðan síðast.

Hér er aftur á móti meiningin að við bekkjarsystkinin getum sett inn athugasemdir, kveðjur og annað sem andinn blæs okkur í brjóst. Vonandi verður það vel nýtt.

Þegar dagskrá 30 ára afmælisins 14. - 17. júní verður orðin mótaðri verður farið að kanna þátttöku. Síðast var eitthvað yfir 70% mæting. Við stefnum að því að gera enn betur núna.

Takið strax frá dagana 14. - 17. júní 2008!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er prufa.

Nafnlaus sagði...

Þetta alveg svínvirkar.... skrifa sem "nafnlaus" neðst, því ég er ekki skráður bloggari
Dísa

Nafnlaus sagði...

Sæl öll - gerði nokkrar misheppnaðar tilraunir fyrr í morgun en reyni enn og aftur. Þórunn

Nafnlaus sagði...

Þetta lofar góðu. Ekki spurning að Gunna hefur allan minn stuðning sem vefsíðustjóri. Gat ekki verið flottara seinast.
Hlakka til að sjá sem flesta.
kv Hilmar