fimmtudagur, 22. maí 2008

Aldurstengd gleymska ... eða bara fattleysi?

Þið mættuð nú vera duglegri að skrá ykkur börnin góð. Því verður ekki trúað að mætingin ætli að vera eitthvað léleg, líklegra er að þið séuð orðin öldruð og gleymin og fattið ekki að það þarf að skrá sig í óvissuferð og á MA-hátíð, og það frekar fyrr en seinna.

Muniði eftir gömlu júbílöntunum þegar við útskrifuðumst? Tuttugu ára stúdentar (t.d. Tryggvi Gíslason!) og þaðan af eldri - þetta var nánast á grafarbakkanum í okkar augum. Eiginlega bara brjóstumkennanlegt að þessir eldri borgarar skyldu vera að reyna að skemmta sér af veikum mætti.

En vitiði hvað? Stúdentar 1968, 40 ára júbílantar, láta ekki deigan síga og í þeirra hópi er mætingin komin upp í 77%. Ekki getum við látið það spyrjast um okkur að við séum eftirbátar þeirra í djamminu - kommon, þau eru að skríða á sjötugsaldurinn!!!

Skráið ykkur fyrir 31. maí, það skiptir máli upp á skipulagninguna að vita með góðum fyrirvara hversu margir mæta. Upplýsingar um skráningu er að finna hér aðeins neðar á síðunni. Munið líka að greiða fyrir óvissuferðina sem fyrst.

Svo ítreka ég óskir um að fá myndir frá síðasta afmæli (eða enn eldri) til birtingar á síðunni (sendið þær á gudrun(at)stadlar.is). Sennilega þýðir ekkert að óska eftir meira en 30 ára gömlum skemmtisögum, sá brunnur var líklega þurrausinn fyrir fimm árum, eða hvað? En ef þið eigið einhverjar slíkar þá megið þið senda mér þær eða skrifa í athugasemdir (ef þið finnið út úr því hvernig á að gera það - ekki öllum gefið, ég veit það).

Það eru bara rúmar þrjár vikur til stefnu. Hæ, hó, jibbí jei..... :-)

sunnudagur, 18. maí 2008

Vistarverur

Þið sem voruð vistarverur: munið þið eftir þessum réttum í mötuneytinu (stolið frá Nönnu systur)?

Hjólbarðar
Felgur
Nagladekk
Kjöt í myrkri
Skóbætur
Gamla konan sem dó
Slys
Járnbrautarslys
Fiskur í vatni
Blóð og gröftur / Gula hættan /Dularfulla eyjan
Gult vatn með bitum
Græna vatnið
Túrtappavatn/túrsúpa
Teygjugrautur
Handsprengjur
Indjánabellir
Svertingjabellir
Eyvindur með hor
Eyvindur í sparifötunum

Mig minnir að þetta hafi allt smakkast þokkalega vel.

Eða ekki.


þriðjudagur, 13. maí 2008

Spilagaldrar og púrtvín

Friðjón er sem sagt að æfa nýja spilagaldra.

Og vefstjórinn dottin í púrtvínið.

Meira um óvissuferð

Nýjar upplýsingar frá norðanfólkinu vekja öfund í huga okkar sunnanmanna. Meðan nefndin hér fyrir sunnan hittist heima hjá Þórunni og fær gamla jólaköku (nema Kalli hafi komist í bakaríið), þá sitja þau fyrir norðan og sulla í rauðvíni. Hér eru skilaboð frá Hadda (prófarkalesin vegna rauðvínsins):

"Mæting kl. 11 þann 15. júní við MA og eiga menn að vera vel búnir til útivistar, gott að vera í ullarnærfötum og flísfötum, hlífðarfötum yfir og í gönguskóm eða góðum íþróttaskóm. Gott að hafa ísöxi, 8 karabínur, brodda, ísskrúfur og línu..... oh shit, þetta er búnaðarlistinn frá Magga fyrir vorferðina. Verið þið óhrædd, þetta verður létt ferð og setið mestallan tímann, þið megið semsagt sleppa ísöxinni og því dóti. En nauðsynlegt að vera vel klæddur, maður veit aldrei hvenær rignir og blæs á Íslandi. ... Það verður sungið, trallað og hlustað á frábæra tónlist frá gullaldarárum okkar. (Muniði plötusnúðinn í Lóninu forðum). Ekki má gleyma skjóðunni með sundfötunum og sjallabuxunum. Ekki þarf að nesta sig til ferðarinnar, en hafa smá pening með til að kaupa drykki um kvöldið. Ef einhver sér sér ekki fært að vera með allan daginn má hringja í símsvara eftir kl. 15 þann fimmtánda og fá upp staðsetningu hópsins um kvöldið, símanúmerið er 462-7102. Ekkert þýðir að svala forvitninni og hringja fyrir þennan tíma nema menn óski eftir tanndrætti eða viðlíka þjónustu."

Því er svo við þetta að bæta að nefndin er að sjálfsögðu þögul sem gröfin um hvert ferðinni verður heitið, en óljósar vísbendingar gætu átt við Kolbeinsey. Eða Dubrovnik. Whatever.

Þið eruð beðin að skrá ykkur sem fyrst í óvissuferðina (sendið tölvupóst á gudrun(at)stadlar.is og takið fram hvort maki er með). Kostnaður er 11.000 kr á mann og þarf að greiðast fyrirfram.
Banki 528 - Hb 26 - Reikningur nr. 7801 - Kennitala 220658-6279 (Sigurður Heiðar). Látið senda greiðslukvittun á netinu á shs(at)deloitte.is þar sem fram kemur nafn og bekkur (A, B, ...) stúdents sem greitt er fyrir.

Munið hvað var gaman síðast!

Tíminn er eins og vatnið.....



Á milli þessara tveggja mynda liðu rúmlega 25 ár. Tíminn hefur farið höndum um piltana, gleraugun hafa einhvern veginn færst af Nonna yfir á Óðin, hárafarið hefur svolítið breyst, en sælan er söm, gott ef ekki meiri á síðari myndinni.

Upprifjun og upphitun

Er ekki kominn tími til að rifja upp Emmu? (Smellið á myndirnar til að sjá þær í fullri stærð.)















Við sungum hana svo asskoti vel hérna um árið - Tryggvi meira að segja klökknaði.















Þessar tvær skemmtu sér vel í Höllinni á 25 ára afmælinu.