þriðjudagur, 13. maí 2008

Meira um óvissuferð

Nýjar upplýsingar frá norðanfólkinu vekja öfund í huga okkar sunnanmanna. Meðan nefndin hér fyrir sunnan hittist heima hjá Þórunni og fær gamla jólaköku (nema Kalli hafi komist í bakaríið), þá sitja þau fyrir norðan og sulla í rauðvíni. Hér eru skilaboð frá Hadda (prófarkalesin vegna rauðvínsins):

"Mæting kl. 11 þann 15. júní við MA og eiga menn að vera vel búnir til útivistar, gott að vera í ullarnærfötum og flísfötum, hlífðarfötum yfir og í gönguskóm eða góðum íþróttaskóm. Gott að hafa ísöxi, 8 karabínur, brodda, ísskrúfur og línu..... oh shit, þetta er búnaðarlistinn frá Magga fyrir vorferðina. Verið þið óhrædd, þetta verður létt ferð og setið mestallan tímann, þið megið semsagt sleppa ísöxinni og því dóti. En nauðsynlegt að vera vel klæddur, maður veit aldrei hvenær rignir og blæs á Íslandi. ... Það verður sungið, trallað og hlustað á frábæra tónlist frá gullaldarárum okkar. (Muniði plötusnúðinn í Lóninu forðum). Ekki má gleyma skjóðunni með sundfötunum og sjallabuxunum. Ekki þarf að nesta sig til ferðarinnar, en hafa smá pening með til að kaupa drykki um kvöldið. Ef einhver sér sér ekki fært að vera með allan daginn má hringja í símsvara eftir kl. 15 þann fimmtánda og fá upp staðsetningu hópsins um kvöldið, símanúmerið er 462-7102. Ekkert þýðir að svala forvitninni og hringja fyrir þennan tíma nema menn óski eftir tanndrætti eða viðlíka þjónustu."

Því er svo við þetta að bæta að nefndin er að sjálfsögðu þögul sem gröfin um hvert ferðinni verður heitið, en óljósar vísbendingar gætu átt við Kolbeinsey. Eða Dubrovnik. Whatever.

Þið eruð beðin að skrá ykkur sem fyrst í óvissuferðina (sendið tölvupóst á gudrun(at)stadlar.is og takið fram hvort maki er með). Kostnaður er 11.000 kr á mann og þarf að greiðast fyrirfram.
Banki 528 - Hb 26 - Reikningur nr. 7801 - Kennitala 220658-6279 (Sigurður Heiðar). Látið senda greiðslukvittun á netinu á shs(at)deloitte.is þar sem fram kemur nafn og bekkur (A, B, ...) stúdents sem greitt er fyrir.

Munið hvað var gaman síðast!

1 ummæli:

Inga sagði...

Eg er verulega farin ad hafa ahyggjur af thessu med nordlenska tannlækna. Nu er farid ad tala um tanndratt i ovissuferd. Getum vid att a hættu ad koma med falskar heim?