fimmtudagur, 22. maí 2008

Aldurstengd gleymska ... eða bara fattleysi?

Þið mættuð nú vera duglegri að skrá ykkur börnin góð. Því verður ekki trúað að mætingin ætli að vera eitthvað léleg, líklegra er að þið séuð orðin öldruð og gleymin og fattið ekki að það þarf að skrá sig í óvissuferð og á MA-hátíð, og það frekar fyrr en seinna.

Muniði eftir gömlu júbílöntunum þegar við útskrifuðumst? Tuttugu ára stúdentar (t.d. Tryggvi Gíslason!) og þaðan af eldri - þetta var nánast á grafarbakkanum í okkar augum. Eiginlega bara brjóstumkennanlegt að þessir eldri borgarar skyldu vera að reyna að skemmta sér af veikum mætti.

En vitiði hvað? Stúdentar 1968, 40 ára júbílantar, láta ekki deigan síga og í þeirra hópi er mætingin komin upp í 77%. Ekki getum við látið það spyrjast um okkur að við séum eftirbátar þeirra í djamminu - kommon, þau eru að skríða á sjötugsaldurinn!!!

Skráið ykkur fyrir 31. maí, það skiptir máli upp á skipulagninguna að vita með góðum fyrirvara hversu margir mæta. Upplýsingar um skráningu er að finna hér aðeins neðar á síðunni. Munið líka að greiða fyrir óvissuferðina sem fyrst.

Svo ítreka ég óskir um að fá myndir frá síðasta afmæli (eða enn eldri) til birtingar á síðunni (sendið þær á gudrun(at)stadlar.is). Sennilega þýðir ekkert að óska eftir meira en 30 ára gömlum skemmtisögum, sá brunnur var líklega þurrausinn fyrir fimm árum, eða hvað? En ef þið eigið einhverjar slíkar þá megið þið senda mér þær eða skrifa í athugasemdir (ef þið finnið út úr því hvernig á að gera það - ekki öllum gefið, ég veit það).

Það eru bara rúmar þrjár vikur til stefnu. Hæ, hó, jibbí jei..... :-)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

NEI NEI þetta er allt bráðungt fólk, trúi ekki öðru en að mæting verði góð. Kveðja Hólmdís