þriðjudagur, 25. mars 2008

Það fer að bresta á.....

Já, það fer alveg að bresta á, 30 ára stúdentsafmælið okkar. Hér ætlum við nú að hefja upphitun fyrir fjörið og bjóðum ykkur öllum að taka þátt, með því að skrifa athugasemdir hér neðan við hvern pistil. Það hefur að vísu vafist eitthvað fyrir jafnvel hámenntuðum doktor að finna út hvernig það er gert, þótt það sé eiginlega mjög einfalt.....

Eins og stendur hér í fyrri pistli þá er meiningin að skipulagið verði mjög svipað og síðast: ganga upp að skólavörðunni og partý um kvöldið laugardaginn 14. júní, óvissuferð að hætti norðanmanna sunnudaginn 15. júní, og svo MA-hátíð í Höllinni að kvöldi 16. júní. Þetta getur ekki klikkað.

Það er rétt að benda fólki á að fara að huga að gistingu fyrir norðan þessa daga, t.d. á Hótel Eddu (hér er hægt að bóka herbergi: http://www.hoteledda.is/Hotelin/Akureyri/).

Þið megið mjög gjarna senda vefstjóra myndir síðan síðast (netfangið er gudrun@stadlar.is), eða sögur og endurminningar ef slíkt er ekki horfið í djúp gleymskunnar. Og endilega tjáið ykkur í athugasemdunum.

Það eru bara rúmar ellefu vikur eftir!

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gott fólk.
Léttir að heyra að undirbúningur er hafinn.
Hitti Simma Ófeigs fyrir norðan í dag og vorum við báðir jafn áhyggjufullir yfir stöðu mála!

Sem sagt Nonni Vald og frú Gerður stimpla sig til leiks.

Nonni Vald

Nafnlaus sagði...

þá getur maður farið að hlakka til

Nafnlaus sagði...

Ætlaði að setja nafnið mitt með. Kveðja Hólmdís

Nafnlaus sagði...

Mer tekst alls ekki sem omenntudum doktor ad skrifa her. Profa einu sinni enn.

Inga

Nafnlaus sagði...

Thad tokst, thad tokst. Tha hætti eg aldeilis ekki. Hvar eru allir hamenntudu doktorarnir nuna? Eg verd kannski einhvern timann hamenntadur doktor en ekki enntha. Annars er eg a godri leid med ad ljuka doktorsgradu i kennslufrædum. Fyrst i A-bekknum og a undan Jonu og Holmdisi lika.

Mundi og Haddi eru bara Dr. Kjaftar, og Maggi Oskars er ekki doktor i neinu eftir thvi sem eg best veit.

Svo eru allir hinir doktorarnir sem skodudu hnen a Erlu fyrir fimm arum sidan. Ja hun var ansi slæm i hnjanum.

Eg er med thessa daga a dagatalinu hja mer, en fyrir okkur utlendingana tha tekur thetta tima. Verd ad fara ad athuga flugmida og verd, og ekki sist ad skoda veskid mitt. Thad finnast engar verdbolgukronur thar, svo kannske eg geti reddad thessu.

Inga

Inga sagði...

Svona til ad lata ykkur vita tha er eg buin ad taka fra thessa viku a Islandi, og panta far. Svo skodum vid verdbolgukronurnar seinna. Ansi er dauft herna inni.

Nafnlaus sagði...

Hún Sibba okkar varð númer 2 í sínum aldursflokki í London maraþoninu. Mér finnst ljótt að skrifa Lundúna...En við getum verið stolt af Sibbu eins og endranær. Kveðja Hólmdís

Nafnlaus sagði...

Leiðrétting. Sibbu var dæmt 1. sætið...KV, Hólmdís