mánudagur, 21. apríl 2008

MA-hátíðin þann 16. júní

Nú höfum við fengið upplýsingar frá 25 ára stúdentum um fyrirkomulag hátíðahaldanna í Íþróttahöllinni að kvöldi 16. júní.

Hátíðin mun hefjast með fordrykk í anddyri Íþróttahallarinnar um kl. 18:00 og síðan verður þríréttað glæsilegt borðhald. Árgangar sitja saman til borðs.

Á dagskrá verður söngur, ræðuhöld og skemmtiatriði, og að venju munu eins árs stúdentar fá gólfið um miðnætti til að kasta hvítu kollunum.

Dansað verður til kl. 03:00 við undirleik hljómsveitarinnar “Í svörtum fötum”. Reynt er að stilla miðaverði á hátíðina í hóf og hefur verðið verið ákveðið 8700 kr. fyrir aðra en eins árs stúdenta. Ef aðeins er keyptur miði á dansleik kostar hann 3000 kr.

Skráning á hátíðina er hafin í gegnum vef Bautans; www.bautinn.muna.is, sjá einnig tengil hér vinstra megin á síðunni. Þar má einnig finna matseðil kvöldsins, sem er glæsilegur að vanda.

Það er ekki eftir neinu að bíða með að skrá sig!

Engin ummæli: