sunnudagur, 27. apríl 2008

Skráning er hafin!

Jájá, skráningar byrjaðar að streyma inn, bæði í óvissuferð og á hátíðina í Höllinni (formleg skráning á hana er reyndar á Bautavefnum, sjá hér til vinstri). Endilega skráið ykkur sem fyrst, skv. leiðbeiningum í síðasta tölvupósti.

Rétt er að vekja athygli á því að öllum eldri stúdentum ber saman um að hvert stúdentsafmæli sé skemmtilegra en það síðasta. Það er held ég líka reynsla okkar sem síðast fögnuðum 25 ára afmæli - reyndar sér maður fyrir sér að það gæti orðið erfitt að toppa það, en ég er vongóð!

Kannski er óvissuferðin sem Haddi og co. eru að skipuleggja til Dubrovnik, sem við ætluðum að heimsækja í skólaferðalagi fyrir 31 ári? Það væri nú stíll yfir því! Alveg er ég viss um að það væri hægt að fara fram og til baka á 13 tímum og hafa gaman af. Flugvélamatur og bjór, dansað á ganginum í vélinni - og tánum dýft í Adríahafið í tvær mínútur eða svo. Þetta með símsvarann og rútuna er bara til að villa um fyrir okkur. Ekki satt Haddi?

Nei, trixið við óvissuferðir er einmitt óvissan - hvert verður farið. En vissan er að við verðum með góðu fólki (dööhh!), og að það verður gaman. Í þrettán tíma. Minnst.

Hvar verður ÞÚ eftir réttar 7 vikur? Í óvissuferð - nema hvað!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Búinn að skrá mig í matinn 16. júní. Gerði það rétt fyrir kl. 18:00 í dag, maður er svo svangur á þeim tíma. Hefði samt örugglega skráð mig þó ég hefði verið nýbúinn að borða. Mín ekta kvinna Magga kemur með mér (... því þó ég hafi ekki drukkið vín í 9 ár, ekki reykt í 8 ár og ekki drukkið kaffi í 4 ár, þá get ég nú alveg átt konu... eða þannig). Og ferðin út í óvissuna verður út í óvissuna út í eitt, um það er engin óvissa. Kv. Haffi

Inga sagði...

Eg er løngu buin ad skra mig, en thvilikt og annad eins. Eg thurfti ad snua øllum vøsum vid til ad finna islenska kennitølu. Eg er ordinn norskur rikisborgari og man alltaf norska personunumerid mitt. Løngu buin ad gleyma islenskri kennitølu. Thad tokst og eg skradi mig aleina hja Bautanum.

Eg bædi drekk vin og kaffi, og kannski er thad thess vegna sem eg a engan mann?

Er buin ad senda mail til Gunnu ad eg verdi med i ovissuferdinni, en allt thetta tannlæknatal. Tannlæknar fyrir nordan er theim treystandi?

Hvad um thad eftir manud verd eg komin til Islands i ovissuferd og godan mat, og margt fleira.

Inga