þriðjudagur, 10. júní 2008

Fjallganga, bekkjarpartý, óvissuferð, MA-hátíð!


Þá er nú endanlega komið á hreint hvernig dagskráin okkar verður um næstu helgi.


Á laugardag, 14. júní,
er mæting á bílastæðinu við Gamla skóla kl. 12, sameinast í bíla og ekið yfir í Vaðlaheiði þar sem gengið verður upp að skólavörðunni og steinum bætt í hana. Um kvöldið hittumst við svo í bekkjarpartýi á efri hæð Vélsmiðjunnar sem við höfum út af fyrir okkur frá kl. 21 til miðnættis.

Sunnudaginn 15. júní mætum við kl. 11:00 á bílastæðinu við MA til að halda í óvissuferð sem standa mun fram yfir miðnætti (áætluð heimkoma er um kl. 01:00). Hafið með ykkur hlý föt, sundföt, Sjallaföt og peninga (reiðufé, engin kort) til að greiða fyrir drykki um kvöldið. Ekki þarf að hafa nesti meðferðis. Það lítur vel út með mætingu, fjöldinn er kominn í 59 við síðustu talningu.

Mánudaginn 16. júní er svo MA-hátíð í Íþróttahöllinni, sem hefst með fordrykk kl. 18:00. Munið að skrá ykkur á www.bautinn.muna.is ef þið eruð ekki búin að því, og sækja svo miðana 15. eða 16. júní milli kl. 13 og 17. Glæsilegur þríréttaður matseðill, skemmtiatriði og söngur. Við 30 ára stúdentar verðum kölluð fram á gólf til að syngja Emmu (sem þýðir að við þurfum að æfa okkur í óvissuferðinni).

Hljómsveitin Í svörtum fötum leikur fyrir dansi en einnig munu þeir Hermann Arason og Níels Ragnarson leika fyrir dansi á efri hæð hússins.

Þetta verður frábært!

Engin ummæli: