laugardagur, 14. júní 2008

Fjörið er byrjað!










Það hófst í dag með 4 tíma fjallgöngu upp að skólavörðunni og þaðan út og suður um alla Vaðlaheiði. Þetta var svokölluð sukkjöfnun - eftir þessa æfingu má sukka helling.

Vonandi skilaði héraðsdómarinn sér til baka - ef ekki þá kannski sækjum við hann á morgun.

Svo er það Vélsmiðjan í kvöld og óvissuferðin á morgun.

Það er bongóblíða nú og næstu daga. Eins og alltaf þegar við mætum til að júbílera.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þessi gönguferð var frábær byrjun á helginni. Veðrið var fullkomið eins og sjá má myndunum það svo hlýtt að allir voru léttklæddir og mismunandi sólbrenndir á eftir. Síðan var smá gjóla til að maður stiknaði ekki. Ykkar sem ekki mættuð var saknað, allavega smá, en ykkur sem mættuð þakka ég fyrir skemmtilega samveru á heiðinni, en þetta átti þó bara eftir að besna.............
Dísa 6T