miðvikudagur, 18. júní 2008

Ja hérna!




Eftir 25 ára afmælið hélt maður að óvissuferðin þá yrði ekki toppuð.

En svo tókst þeim það.

Að fara með 55 fimmtuga (eða þar um bil) MA-stúdenta í flúðasiglingu er náttúrlega bara snilld. Verst að eiga engar myndir af hasarnum.

Álftagerðisbræður og Geirmundur áttu kvöldið, en ísbjörninn sem var pantaður varð heldur seinn fyrir.

Hafið kæra þökk fyrir, þið sem skipulögðuð þetta.

Svo var hátíðin í Höllinni frábær að vanda. Við slógum aftur í gegn með flutningi okkar á Emmu, og kveðjunni frá Adam var skilað til Tryggva sem gladdist mjög.

Hörðustu djammararnir voru að príla yfir girðinguna kringum Lystigarðinn í morgunsárið.....

Þetta var frábært. Takið strax frá 14. - 17. júní 2013 fyrir 35 ára afmælið.

Engin ummæli: